utieldun1

Fiskinum pakkað og góðmeti í eftirrétt skorið.

utieldun2

Hópurinn hress og kátur í lok námskeiðs ásamt Guðríði kennara.

Þær létu ekki norðangarrann á sig fá konurnar sem sóttu námskeið í útieldun miðvikudaginn 19. maí sl. sem Guðríður Egilsdóttir heimilisfræðikennari kenndi, enda byrjaði námskeiðið á því að sest var í kringum eldinn við notalega ylinn. Þá hófst brauðbakstur, síðan var eldaður dýrindis fiskréttur, með sætum kartöflum og grænmeti. Í lokin var eftirréttur, fullur af vítamínum snæddur. Hann hafði þá bakast í hinum virðulegasta hlóðapotti. Þess má geta að nemendur í FSu smíðuðu grindina sem potturinn hangir í og einnig borðið góða sem sést á myndunum. Til að skoða fleiri myndir frá námskeiðinu getur þú skroppið á myndavefinn okkar >>>Skreppa þangað<<<