Í lok maí lauk þessi hressi hópur íslensku 2 á Hvolsvelli. Alls hófu 14 námsmenn námið og luku 11 þeirra námskeiðinu með góðum árangri. Flestir í hópnum hófu íslenskunám í janúar og hafa því lokið 80 klukkustunda íslenskunámi á vorönn. Næsta haust verður boðið uppá íslensku 3 á Hvolsvelli sem hefst 11. september og verður Siggerður Ólöf Sigurðardóttir kennari á námskeiðinu en hún hóf að starfa við kennslu hjá Fræðslunetinu nú á vorönn.
Vafrakökur | Cookies
Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.