Áætlað er að tvö íslenskunámskeið hefjist 22. október 2018. Í Þorlákshöfn íslenska 2 og verður námskeiðið á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18-20. Leiðbeinandi er Sigþrúður Harðardóttir og kennslustaður er í grunnskólanum í Þorlákshöfn. Hér er hægt að skrá sig og finna nánari upplýsingar um námskeiðið.
Á Hvolsvelli íslenska 1 sem kennd verður á dagvinnutíma frá kl. 11:30 – 14:00 . Námskeiðið verður haldið á mánudögum og fimmtudögum. Leiðbeinandi er Jaroslaw Dudziak og er kennslustaður hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli (hús Tónlistarskóla Rangæinga við hlið sundlaugarinnar og bókasafnsins). Hér er hægt að skrá sig og finna nánari upplýsingar um námskeiðið.