Íslenska á netinu

Fræðslunetið býður uppá Íslenskukennslu á netinu. Námskeið fyrir einstaklinga með íslensku sem annað tungumál, fólk sem starfar í ýmsum þjónustugreinum, m.a. ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og umönnun. Námskeiðið er á getustigi A1 – A2 og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhvern grunn í íslensku. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla hæfni þátttakenda í að beita íslensku talmáli, örva málþroska þeirra og auðga orðaforða.

Kennt verður tvisvar í viku, 60 mínútur í senn og nemendur vinna undirbúningsefni a.m.k. 1 klst. á viku og eiga þá val um að hafa kennarann með eða ekki.

Þátttakendur eiga að geta tekið þátt með einföldum tæknibúnaði, s.s með snjallsíma eða tölvu.

Lengd: 40 klst.
Hefst: 14. maí
Kennsludagar: Þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 14:30-15:30
Kennari: Davíð Samúelsson, M.Ed tungumála- og samfélagsfræðikennari
Verð: 53.000 kr.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10 nemendur

Sjá nánar