Íslenskunámskeið vorannar

Nú er búið að setja öll íslenskunámskeið vorannar inná vefinn okkar og þar er hægt að skrá sig á námskeið. Námskeiðin verða um allt Suðurland, frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði. 

Ef fólk hefur óskir um námskeið á öðrum stöðum en augslýstir eru þá er velkomið að skoða það en það þarf að hafa 10 þátttakendur til að geta farið af stað með námskeið. 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrkir námskeiðin og að auki geta þátttakendur sótt styrk í starfsmenntasjóði um leið og þeir hafa greitt fyrir námskeiðin. Margir sjóðir greiða nú hlut námsmanna að fullu. Best er að kynna sér úthlutunarreglur hjá sínum starfsmenntasjóði. 

Hér er hægt að sjá upplýsingar um öll námskeið.

íslenski fáninn