INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Útskriftarhópurinn ásamt lærifeðrum sínum þeim Sigurði Torfa Sigurðssyni og Siguðrði Sæmundssyni

Þann 13. maí sl. voru sjö nemendur útskrifaðir af námskeiðinu Járningar og hófhirða. Útskriftin fór fram í reiðhöll Eldhesta í Ölfusi að viðstöddum mörgum forystumönnum hestamanna á landinu. Járningar og hófhirða er fyrsta námskeiðið sinnar tegundar í landinu og var um tilraunakennslu að ræða.

Námskeiðið var 60 kennslustunda; kennd var ný bók eftir Sigurð Torfa Sigurðsson sem hann skrifaði á vegum Fræðslunetsins. Kennslan fór fram í Fjölheimum, í Hamri verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands og í reiðhöll Eldhesta. Kennarar voru járningameistararnir Sigurður Torfi Sigurðsson og Sigurður Sæmundsson. Þróunarsjóður framhaldsfræðslu styrkti bæði gerð kennslubókarinnar og tilraunakennsluna.