Search
Close this search box.

Lauk ferðamálabraut vorið 2017

Steinunn Tómasdóttir lauk ferðamálabraut vorið 2017 hjá Ferðamálaskóla MK. Hún hefur þetta um námið og ferðaþjónustuna að segja:
,,Það eru sannarlega spennandi og bjartir tímar framundan í ferðaþjónustunni. Í Þeim mikla vexti sem orðið hefur í greininni skiptir öllu máli að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Menntun verður seint ofmetin og fyrir vaxandi atvinnugrein eins og ferðaþjónustuna, með öllum þeim tækifærum og verkefnum sem bíða okkar.  Krafa um sérþekkingu,  hærra þjónustustig og fagmennsku er alltaf að aukast og því er það mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hækka menntunarstig greinarinnar með fjölbreyttu og metnaðarfullu námi. Þar sem ferðaþjónustan er orðin burðaratvinnugrein í íslensku atvinnulífi er mikilvægt að við sem störfum í ferðaþjónustunni séum vel undirbúin til að kynna okkar ástkæra land Ísland sem er einstakt.
Menntun mín á sviði ferðaþjónustunnar hefur gefið mér góða innsýn í þau fjölbreyttu störf sem þarf að sinna í greininni. Námið veitir manni tækifæri til að dýpka skilning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir samfélagið og hversu mikils virði það er að bjóða faglega og heiðarlega þjónustu svo greinin haldi áfram að blómstra.  Námið var hagnýtt og krefjandi og opnar ótal möguleika í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi. Ég hlakka til að nýta krafta mína og menntun til að starfa í síbreytilegu og spennandi umhverfi ferðaþjónustunnar þar sem tækifærin eru óteljandi.”