INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands auglýsa sameiginlega eftir starfsmanni/starfsmönnum til starfa í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða starf sem fjármagnað er af Sóknaráætlun Suðurlands og er ætlað að efla þjónustu og starfsemi í Vestur-Skaftafellssýslu á sviði framhaldsfræðslu/símenntunar og miðlunar háskólanáms. Starfið felur m.a. í sér að greina menntunarþarfir íbúanna, greiða fyrir hvers kyns námskeiðahaldi og hvetja íbúana til náms.
Um fullt starf er að ræða en gert er ráð fyrir starfsstöð bæði í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í hlutastörf í þessu sambandi. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði til a.m.k. þriggja ára.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og/eða þekkingu í þessum málaflokki og hafi háskólamenntun sem nýtist í starfinu. Viðkomandi mun(u) vinna í nánu samstarfi við aðra starfsmenn Fræðslunetsins og Háskólafélagsins. Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi samskiptahæfni.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, helst fyrir sumarfrí. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Sverrir Pálsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins (asmundur@fraedslunet.is) og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins (sigurdur@hfsu.is), s. 560-2030. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf, auk meðmæla, berist þeim eigi síðar en 10. maí 2013.