INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Fræðslunet Suðurlands auglýsir eftir verkefnisstjóra með símenntun fatlaðs fólks á Suðurlandi.
Um er að ræða 60% tímabundið starf frá 1. ágúst 2013 til 30. júní 2014.
Starfið felur í sér skipulagningu og utanumhald námskeiða auk kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• BA próf í þroskaþjálfun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• Verklund
Laun og kjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands eða viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist til Rakelar Þorsteinsdóttur verkefnastjóra á netfangið rakel@fraedslunet.is fyrir 17. maí næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Rakel í síma 560-2030.