INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

 

Frá undirritun samningsins, fulltrúar frá Árborg og þeim stofnunum sem starfa munu í Sandvík.

Það var ánægjuleg stund í sögu Fræðslunetsins þegar samningur um leigu á Sandvík var undirritaður við sveitarfélagið Árborg.  Reiknað er með að starfsemin flytjist í Sandvík í desember n.k. en framkvæmdir við lagfæringar á húsinu eru þegar hafnar.
Þetta verður þriðja aðsetrið sem Fræðslunetið flyst í á Selfossi en undanfarin ár hefur Fræðslunetið verið til húsa í Iðu, íþróttahúsi FSu. Auk Fræðslunetsins og Háskólafélagsins verður Markaðsstofa Suðurlands, réttargæslumaður fatlaðra á Suðurlandi, Birta – starfsendurhæfing Suðurlands og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í húsinu. Um er að ræða 10 ára leigusamning. Starfsfólks Fræðslunetsins bindur miklar vonir við að með tilkomu nýs og rúmbetra húsnæðis geti starfsemin vaxið og dafnað enn frekar.