Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem starfa við uppeldi barna og ungmenna. Námsmenn takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Nám á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er fjórar annir, 71/66 eining. Í öllum áföngum er notast við speglaða kennslu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima en mæta í vinnustofur hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku, síðdegis, alls fimm vikur. Verkefnavinna í vinnustofum fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það óháð búsetu.
Þátttakendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald við innritun og 187,100/201,900 fyrir námið í heildina og er gjaldið innheimt á fjórum önnum. Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.
Ath. að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2026. Gildir frá janúar 2026.
Á vorönn 2026 verða eftirtaldir áfangar kenndir:
Upplýsingar hjá Eydísi Kötlu:
Netfang: eydis@fraedslunet.is
Sími: 560 2030
Fatlanir 2A05
Hegðun og atferlismótun 2A05
Leikur sem náms- og þroskaleið 2A05
Íslenskar barnabókmenntir 2C05
Skapandi starf 1A05
Samskipti og samstarf 1A05
Þroskasálfræði 3A05
Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05
Upplýsingatækni 1A05
Skyndihjálp 2A01
Uppeldisfræði 2A05 og 3A05
Þroski og hreyfing 2A05
Kennslustofan og nemandinn 2A05