INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Kennsla hefst á haustönn 14. ágúst 2024 

Innritun haustannar hefst 15. maí 

Kennt er einu sinni til tvisvar í viku mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17.15-20.15. Námið er kennt í dreifnámi/fjarnámi og verður hægt að stunda það um allt Suðurland þar sem kennslan er send út á netinu.

Námið er fyrir þá sem eru 22ja ára og eldri og  hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leikskólum eða grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila. Námið er alls 61 eining.

Verð: 

  • Leikskólaliðabrú: 165.000.-
  • Stuðningsfulltrúabrú: 178.000.-

Ath að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2024 sem gildir frá janúar 2024.

 Fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja námið eftir sínum reglum. 

Til að sækja um námið þarf að greiða 20.000.- staðfestingargjald