Föstudaginn 3. júní opnuðu þeir Baldvin Eggertsson, Hermann Jarl Jónasson og Stefán Smári Friðgeirsson listsýningu í húsnæði Fræðslunetsins í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þeir hafa undanfarið ár verið á listnámsbraut fyrir fatlað fólk og sýna nú afrakstur námsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem haldin er listsýning á vegum Fræðslunetsins.
Sýningin sem ber heitið List í námi og er í samstarfi við List án Landamæra. Það eru og eru allir velkomnir á sýninguna sem opin verður á opnunartíma Fræðslunetsins til 13. júní.
Hægt er að skoða fleir myndir frá sýningunni á Face book síðu Fræðslunetsins: https://www.facebook.com/fraedslunetid/
Gestir á öllum aldri voru viðstaddir opnunina.
Stefán skoðar sjálfsmyndirnar.