Miðvikudaginn 24. maí kl. 14:00 munu Hörður Björnsson, Ingvar Friðgeirsson, Jóhann Guðjónsson, Margrét Óskarsdóttir, Ragnar Bjarki Ragnarsson og Sighvatur Eiríksson opna sýningu á verkum sínum í húsnæði Fræðslunetsins, Tryggvagötu 13. Þau hafa stundað nám við listnámsbraut fyrir fatlað fólk hjá Fræðslunetinu og ætla nú að sýna afrakstur vetrarins.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar en þeir sem komast ekki þá eru velkomnir síðar þar sem sýningin verður opin alla virka daga milli 8-16 og stendur til 21. júní.