Search
Close this search box.

Vekjum athygli á að þetta námskeiðið verður sent í fjarfundi á Vík og Hvolsvöll þann 20. nóvember n.k.

Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi skýrrar stefnu í markaðsmálunum, skoðað hverra er best að selja til, hvernig best er að aðgreina sig frá samkeppninni, hugtakið brand, eða ímyndarstjórnun, útskýrt og hvernig sú aðferðafræði getur eflt markaðsstarfið til muna. Þátttakendur fá lista með helstu markaðsaðgerðum sem nýtast minni fyrirtækjum og farið verður yfir hvað þessar aðgerðir fela í sér.

Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera búnir að átta sig á grundvallaratriðum markhópa- og samkeppnisgreiningar, branding auk þess að geta valið sér markaðsaðgerðir sem þeir vilja nýta betur í framhaldinu. Þáttakendur fá sent rafrænt glærupakkann sem fylgir fyrirlestrunum þar sem allar helstu upplýsingar eru, listi yfir markaðsaðgerðir og vísun í frekari upplýsingar þar sem það á við.

Námskeiðið tekur 4 klukkustundir eða 6 kennslustundir.  Sjá nánar og skráning