Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem í boði eru í þessu flokki. Smelltu á myndina til að skrá þig á námskeið. Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám og nám í mismunandi aðstæðum. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Verð: 15.300 kr.
Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda til að taka ábyrgð á eigin fjármálum, eiga fjárhagsleg samskipti, skipuleggja fjármálin sín og auka skilning á gildi peninga. Notaðar eru atferlisæfingar þar sem þátttakendur æfa sig í aðstæðum sem gætu verið raunverulegar. Fjallað verður um peninga, hvað hlutirnir kosta og hvað við þurfum að gera til að eiga fyrir því sem við viljum kaupa. Þátttakendur vinna verkefni og kenndar eru aðferðir til að láta peninginn duga út allan mánuðinn og hvernig er hægt að spara fyrir draumunum.
Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 9 kennslustundir.
Verð: 7.700 kr.
Námskeiðið er fyrir fólk sem langar að ná betri tökum á lestri og ritun. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám, nám í mismunandi aðstæðum, útikennsla og fleira. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Verð: 15.300 kr.
Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem tjá sig lítið, hafa lítið formlegt mál en skilja talmál að einhverju marki. Á námskeiðinu verður unnið með mál í öllum mögulegum myndum, Tákn með tali, myndir og/eða hlutatákn. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Verð: 15.000 kr.
Á námskeiðinu verður hlustað á skáldsögu í formi rafbókar og þurfa þátttakendur að hlusta heima á milli tímanna. Fjallað verður um persónur sögunnar, hvar hún gerist og tímann sem hún gerist á. Rætt er um áhrifin sem persónur og samfélagið hefur á atburði bókarinnar og hvað gerist í raun og veru. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Verð: 16.800 kr.
Stærðfræðiþjálfun þar sem áhersla er lögð á notkun í daglegu lífi þátttakenda. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám og nám í mismunandi aðstæðum. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Verð: 15.300 kr.
Þetta námskeið er ætlað fólki sem er að læra hjá einhverjum öðrum en Fræðslunetinu en hefur þörf á meiri aðstoð við námið sitt. Þeir sem þurfa stuðning í til dæmis ökuskóla eða bóklegu námi geta komið og fengið aðstoð. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.
Verð: 9.100 kr.
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579