INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Í vor fékk Fræðslunetið styrk frá Menningarráði Suðurlands  til að halda námskeið um manngerðu hellana á Suðurlandi. Tveir valinkunnir menn hafa verið fengnir til verksins, þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Námskeiðið verður haldið 1. október á laugardegi og verður fyrirkomulag þannig að fyrir hádegi verða fyrirlestrar um efnið síðan verður boðið uppá hádegisverð en eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um nokkra manngerða hella.  Sjá nánar hér. Það þarf ekki að efa það að þetta verður spennandi og fróðlegt námskeið um þessi dularfullu fyrirbæri sem manngerðu hellarnir eru. Kostar aðeins kr. 3000.-