INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Matreiðsla og heimilishald

Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem í boði eru í þessu flokki. Smelltu á myndina til að skrá þig á námskeið. Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.

Það þarf ekki alltaf að vera flókið að baka brauð en því kynntumst við á þessu námskeiði. Bökuð eru holl og góð brauð sem þátttakendur taka með sér heim eftir að hafa smakkað afraksturinn í tímanum. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 13.800 kr.

Eldað er heima hjá þátttakendum og þeim kennt að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat í sínu eigin eldhúsi. Ákveðið er fyrirfram hvað á að elda hverju sinni og sjá þátttakendur sjálfir um að útvega hráefni.  Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku klukkutíma í senn í 4 skipti, samtals 6 kennslustundir. 

Verð: 7.800 kr.

Á námskeiðinu verður mataræði skoðað og mikilvægi margra ólíkra máltíða yfir daginn. Kennt verður að gera hollan og auðveldan mat og millimál ásamt því að tala um hversu mikið við eigum að borða í hvert sinn. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 18.400 kr.

Kennt er að útbúa hollan mat, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir og einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 23.100 kr.