Námið er á hæfniþrepi 1 og er einkum fyrir fólk sem vill auka færni sína og þjálfast í ensku, stærðfræði og upplýsingatækni.
Fyrir hverja?
Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og hafa áhuga á frekara námi.
Markmið
Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í ensku, stærðfræði og upplýsingatækni með það að markmiði að verða betur undirbúin til að takast á við nám í framhaldinu, svo sem Menntastoðir eða sambærilegt nám á hæfniþrepi 2. Námið er á hæfniþrepi 1 samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.
Fyrirkomulag
Um er að ræða dreifnám með staðlotum og fer það fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það
Verð:
Heildarverð kr. 61,500 samkvæmt verðskrá FA 2026. Þátttakendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald. Þeir sem taka einstaka áfanga greiða hlutfallslega fyrir þá. Athugið að starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.
Verðið er birt með fyrirvara um breytingar á gjaldkrá FA.