Menntastoðir haustið 2019

Áformað er að nám í Menntastoðum hefjist seinni partinn í ágúst 2019. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum. Með almennum bóklegum greinum eða kjarnagreinum er vísað til íslensku, stærðfræði, erlendra tungumála og tölvu- og upplýsingatækni. Einnig er í náminu frjálst val sem fræðsluaðili ráðstafar með hliðsjón af þörfum námsmanna hverju sinni eða notar til að auka vægi einstakra námsþátta.

Sjá námsskrá: 

Sjá nánar á vef Fræðslunetsins: