Menntastoðir

Menntastoðir

Kennsla hefst á vorönn 7. janúar 2025 

Nánari upplýsingar og stundatafla koma fljótlega.

Námskráin Menntastoðir lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1200 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 60 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki og ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framhaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Markmið námsins er að styrkja jákvætt viðhorf til náms og auðvelda námsfólki að takast á við ný verkefni og mögulega áframhaldandi nám. Val námsþátta er einkum ætlað að styðja námsfólk í að efla eigin námstækni og samskipti, almennar bóklegar greinar, tölvu- og upplýsingatækni og lokaverkefni þar sem þjálfuð er sjálfstæð verkefnavinna með samþættingu námsþátta. Um er að ræða dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði til Þorlákshafnar.

Fyrir hvern? Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og hafa áhuga á frekara námi.

Til að sækja um námið þarf að greiða 20.000.- staðfestingargjald. 

Námið kostar í heild 212.000 samkvæmt verðskrá FA 2025.

Þeir sem taka einstaka áfanga greiða hlutfallslega fyrir þá. 

Verðið er birt með fyrirvara um breytingar á gjaldkrá FA.  

Nánari upplýsingar veitir Eydís Katla Guðmundsdóttir í síma 560 2033 eða á eydis@fraedslunet.is

Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka náminu.

Námsþættir Menntastoða

Nafn námsþáttar Önn Áfanganúmer Klst.heildKlst. fræðslu Eining Þrep
Samskipti og sjálfstraust  F-SASJ2FS 402022
Námstækni F-NÁTÆ2NF 60 20 32
Íslenska 1h24 F-ÍSLE2RU100 40 52
Íslenska 2h24 F-ÍSLE2RE100 40 52
Erlend tungumál 1 (Enska)  F-ERTU2OH100 40 52
Erlend tungumál 2 (Danska) F-ERTU2OL100 40 52
Erlend tungumál 3 (Enska) F-ERTU2OF1004052
Stærðfræði 1 h24F-STÆF2HS100 40 52
Stærðfræði 2 h24F-STÆR2ER 100 40 52
Stærðfræði 3 (algebra og annars stigs jöfnur) F-STÆR2ME1004052
Tölvu- og upplýsingatækni 0 h24F-TÖUP2RT 100 30 52
Lokaverkefni – heimildavinna F-LOKA2SV 100 20 53
Val  F-NÁVA2VN1004052
Vinnuframlag námsmanns alls  1200 460 60 2