Það var ánægjuleg stund þegar hópur námsmanna var útskrifaður fyrr í vor, eða þann 4. júní sl.  Þá voru námsmenn útskrifaðir af leikskóla- og stuðningfulltrúabrú sem er starfsréttindanám. Einnig voru námsmenn útskrifaðir úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Skrefinu. Þá var útskrifað úr raunfærnimati á garðyrkjubraut.

Á vorönn luku 719 námsmenn námi eða námskeiðum af einhverju tagi, 176 karlar og 543 konur. Alls voru námskeið og námsbrautir 86. Nemendastundir voru 25.622. Samanborið við vorönn 2014 er námsmannafjöldi minni en nemendastundir fleiri, þá voru námsmenn sem luku námi 781 en nemendastundir 23.491. Alls voru þá haldin 87 námskeið.

5

Útskrifarnemar af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.

 

1

Raunfærnimat á garðyrkjubraut

Skrefið

Skrefið

Nám og þjálfun

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum