Hjá Fræðslunetinu starfa fjórir náms- og starfsráðgjafar. Netfang þeirra er: radgjafar@fraedslunet.is. Boðið er uppá ráðgjöf fyrir einstaklinga, hópráðgjöf í fyrirtækjum og einnig getur Fræðslunetið boðið fræðslugreiningar í fyrirtækjum, verkefni sem kallað er ,,Ráðgjafi að láni” og eru slík verkefni styrkt af starfsmenntasjóðum.
Vantar þig leiðsögn og aðstoð tengda námi og störfum?
Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og störf.
Með náms- og starfsráðgjöf færðu meðal annars:
Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf, hópráðgjöf og ráðgjöf á vinnustöðum. Ráðgjöfin er frí fyrir þá sem ekki hafa lokið framhaldsskóla.
Náms- og starfsráðgjafar mæta þér á þínum forsendum og þú getur bókað viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Fræðslunetinu.
Náms- og starfsráðgjafar Fræðslunetsins fara í heimsóknir í fyrirtæki og kynna nám og ýmis úrræði sem við getum boðið uppá, má þar nefna raunfærnimat, raunfærnimat í atvinnulífinu, ráðgjöf, starfstengt nám, áhugasviðsgreiningar o.fl. Hægt er að óska eftir því að fá ráðgjafa í heimsókn en einnig getur ráðgjafi haft samband að fyrra bragði, t.d. þegar tiltekið nám er að fara af stað. Þá getur verið gott fyrir starfsfólk að fá kynningu á því.
Hægt er að panta ráðgjafa í síma 560 2030, eða á netfanginu radgjafar@fraedslunet.is
Bendill IV er hannaður fyrir fólk á vinnumarkaði og er leiðarvísir í átt til ákvarðanatöku.
Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og/eða störf eru teknar. Áhugasviðskannanir eru notaðar til að aðstoða einstaklinga við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval og starfsþróun. Könnunin er tekin undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa sem jafnframt túlkar niðurstöður með viðkomandi á faglegan hátt.
Náms- og starfsráðgjafar Fræðslunetsins hafa sótt réttindanámskeið í notkun Bendils.
Verð: xxxxxx krónur.
Nánari upplýsingar:
radgjafar@fraedslunet.is
Sími: 5602030
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579