INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Náms- og starfsráðgjöf

Vantar þig leiðsögn og aðstoð tengda námi og störfum?
Markmið náms- og starfsráðgjafar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og störf.

Með náms- og starfsráðgjöf færðu meðal annars:

  • Upplýsingar um nám og störf.
  • Aðstoð við að kanna áhugasvið þitt, færni og persónulega styrkleika með tilliti til náms  og starfa.
  • Upplýsingar um raunfærnimat og stuðning í raunfærnimatsferlinu.
  • Aðstoð við að setja þér markmið og gera áætlun um nám- eða starfsþróun.
  • Aðstoð við að skipuleggja atvinnuleit, gerð ferilskrár og atvinnuumsókna.
  • Leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi.
  • Áhugasviðsgreiningu sem getur auðveldað val á námi og starfi.
  • Ráðgjöf og aðstoð varðandi undirbúning starfsloka.
 
Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf, hópráðgjöf og ráðgjöf á vinnustöðum. Ráðgjöfin er frí fyrir þá sem ekki hafa lokið framhaldsskóla.

Þú getur  bókað viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Fræðslunetinu, ráðgjöfin getur verið á staðnum, í síma eða á fjarfundi (Teams). 

Nánari upplýsingar:
radgjafar@fraedslunet.is

Sími: 560 2030

Tímabókun hjá náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafar Fræðslunetsins

Eydís Katla Guðmundsdóttir
Kristín Elfa Ketilsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Sólveig R. Kristinsdóttir