INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á vorönn 2015. Þær eru viðurkenndar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og má meta til (f)eininga á framhaldsskólastigi. Námslýsingar má sjá á vef FA – http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru jafnframt viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir námsmanna og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 560 2030.

Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði. Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur eftir sínum reglum. Athugið að öll verð eru birt með fyrirvara um breytingar FA um áramótin. 

Smellið á heiti námsbrautar til að fá nánari upplýsingar. 

 Námsbraut lengd verð   kennslustaður
Fagnámskeið II fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 60 stundir  13.000  Hvolsvöllur
Fagnámskeið starfsmanna í leikskólum  210 stundir  41.000  Selfoss
Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk 60 stundir 12.000 Þorláksh. og Höfn
Grunnmenntaskóli  300 stundir 58.000 Höfn
Nám og þjálfun í almennun bóklegum greinum 300 stundir 58.000 Selfoss
Sölu- markaðs- og rekstrarnám 410 stundir 80.000 Dreifnám
Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun 60 stundir 12.000 Selfoss