INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Námskeið fyrir fatlað fólk

Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem í boði, einnig er hægt að velja námskeið af listanum hér fyrir neðan, smella á örina til hægri.  Smelltu á myndina til að skrá þig á námskeið, eða á skráningarhnappinn hér fyrir neðan. Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu. 

Skráningum á vorönn 2024 er lokið.

Á námskeiðinu verður fjallað um eldfjöll og eldgos og því sem gosi fylgir eins og jarðskjálftar. Farið verður yfir hversu ólík eldgos geta verið og hvernig eldfjöll á Íslandi geta gosið. Hvenær gusu eldfjöllin á Íslandi síðast og hvenær munu þau mögulega gjósa aftur, já og af hverju gjósa þau alltaf aftur og aftur? Rætt verður um nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.500 kr.

Á námskeiðinu verður farið í mataræði og hvernig hægt er að hugsa jákvætt um matinn sem við borðum. Skoðað er af hverju sumt er hollara en annað og af hverju við þurfum að hugsa um hvað við borðum og hversu mikið við borðum. Einnig verður rætt um hreyfingu, hvernig hreyfing er góð og hvað þarf að varast. Heimsóttar verða líkamsræktastöðvar þar sem hægt er að stunda æfingar en einnig verða kynntar léttar æfingar í sal í húsi Fjölheima. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 23.800 kr.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu flokka fugla og fjallað um einkenni þeirra eins og til dæmis muninn á vaðfugi, mófugli og spörfugli. Fjallað verður um helstu fugla sem lifa á Íslandi og meðal annars skoðað hvernig þeir og ungar þeirra líta út, hvar þeir verpa og hvað þeir borða.  Rætt verður um fuglaskoðun og bent á góða hluti til að hafa í huga við fuglaskoðun. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.450 kr.

Á námskeiðinu verður mataræði skoðað og mikilvægi margra ólíkra máltíða yfir daginn. Kennt verður að gera hollan og auðveldan mat og millimál ásamt því að tala um hversu mikið við eigum að borða í hvert sinn. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 18.900 kr.

Kennt er að útbúa hollan mat, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir og einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 23.800 kr.

Grunnþættir kenndir í notkun á iPad. Þátttakendur koma með sinn iPad. Markmiðin geta verið mismunandi en það fer eftir áhugasviði hvers og eins. Áhersla er lögð á sjálfstæði. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.184 kr.

Markmiðið með námskeiðinu er að efla þátttakendur í samskiptum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Námsefnið er sett fram á myndrænan hátt en einnig er notast við Tákn með tali. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 14.900 kr.

Nemendur hanna og skapa mósaíkverk. Unnið er með litlar mislitar glerflísar sem raðað er saman eftir hugmyndum þátttakanda og þannig búið til listaverk. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Á námskeiðinu verður unnið með myndir í spjaldtölvum og að klippa saman myndefni. Kenndar verða undirstöður myndvinnslu þannig að myndir eru lagaðar til í forriti og svo myndir settar saman í myndband. Unnið verður í Imovie og myndvinnsluforriti. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.184 kr.

Á námskeiðinu vinna þátttakendur að því að búa til myndir. Áhersla er lögð á að ýta undir sköpunargleði og virkja ímyndunarafl þátttakenda. Kynntar eru mismunandi aðferðir og mismunandi efni til þess að vinna með. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 17.700 kr.

Á námskeiðinu verður hlustað á skáldsögu í formi rafbókar og þurfa þátttakendur að hlusta heima á milli tímanna. Fjallað verður um persónur sögunnar, hvar hún gerist og tímann sem hún gerist á. Rætt er um áhrifin sem persónur og samfélagið hefur á atburði bókarinnar og hvað gerist í raun og veru.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.500 kr.

Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur þörf fyrir stuðning til virkni, tjáskipta og félagslegra tengsla. Markmiðin eru meðal annars að auka virkni og áhuga, að gera eitthvað skemmtilegt með öðrum og að þátttakendur nái slökun og vellíðan.  5 skipti

Verð: 5.900 kr.

Nemendur þjálfast í að hanna og skapa textílverk. Notast verður við t.d. útsaum og prjón.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 22.700 kr.

Nemendur þjálfast í að hanna og skapa textílverk. Notast verður til dæmis við saumavélar og mögulega gert tauþrykk. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 22.700 kr.