Search
Close this search box.
nám fyrir fatlað fólk (1)

Námskeið fyrir fatlað fólk

Skráningu á námskeið haustannar er lokið.

Færni á vinnumarkaði - nýtt nám fyrir atvinnuleitendur

Haustið 2024 verður boðið upp á starfstengt nám innan framhaldsfræðslunnar fyrir fatlað fólk í atvinnuleit sem er að stíga inn á almenna vinnumarkaðinn.  Skráning í námið fer fram í gengum Vinnumálastofnun. 

Námið er 70 klst. í fræðslu og 110 klst. í starfsþjálfun, samtals 180 klst. 

Námið hefst í september og fer fram hjá Fræðslunetinu og öðrum símenntuanrstöðvun, fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um land. Að námi loknu fá þátttakendur staðfestinu á hæfni með Fagbréfi atvinnulífsins. 

Í boði er starfstengt nám:

  • Starf við endurvinnslu
  • Starf á lager
  • Starf við umönnun
  • Starf í leikskóla
  • Starf við þrif og þjónustu
  • Starf í verslun

Færni á vinnumarkaði er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, Símenntar og Fjölmenntar.

Allar upplýsingar veitir Lilja Össurardóttir verkefnastjóri náms fyrir fatlað fólk hjá Fræðslunetinu, netfang: liljaoss@fraedslunet.is

Færni á vinnumarkaði

Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem eru i í boði á haustönn 2024, en skráningu á námskeið haustannar er nú lokið. Skráning fyrir námskeið vorannar 2025 hefst síðar í haust.  

Það þarf ekki alltaf að vera flókið að baka brauð en því kynntumst við á þessu námskeiði. Bökuð eru holl og góð brauð sem þátttakendur taka með sér heim eftir að hafa smakkað afraksturinn í tímanum. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 15.400 kr.

Á námskeiðinu verður fjallað um eldfjöll og eldgos og því sem gosi fylgir eins og jarðskjálftar. Farið verður yfir hversu ólík eldgos geta verið og hvernig eldfjöll á Íslandi geta gosið. Hvenær gusu eldfjöllin á Íslandi síðast og hvenær munu þau mögulega gjósa aftur, já og af hverju gjósa þau alltaf aftur og aftur? Rætt verður um nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám og nám í mismunandi aðstæðum. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Á námskeiðinu búa þátttakendur til sinn eigin flugdreka sem hægt er að fljúga úti eða nota sem skraut inni. Flugdrekarnir eru búnir til úr allskonar pappír og léttum efnivið eins og kínverskan pappír sem verður litaður með bleki. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 14.300 kr.

Á námskeiðinu verður farið í mataræði og hvernig hægt er að hugsa jákvætt um matinn sem við borðum. Skoðað er af hverju sumt er hollara en annað og af hverju við þurfum að hugsa um hvað við borðum og hversu mikið við borðum. Einnig verður rætt um hreyfingu, hvernig hreyfing er góð og hvað þarf að varast. Heimsóttar verða líkamsræktastöðvar þar sem hægt er að stunda æfingar en einnig verða kynntar léttar æfingar í sal í húsi Fjölheima. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 18.200 kr.

Á námskeiðinu verður farið í markmiðasetningu þar sem við lærum að setja okkur skýr markmið. Rætt verður hvað þarf að gera til að ná markmiðunum og hvað getur haft áhrif á að við náum markmiðunum. Skoðað er hvernig hreyfing hentar hverjum og einum og af hverju mikilvægt er að hita upp og teygja. Farið verður nánar í fæðuhringinn og orkuefnin skoðuð. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 18.200 kr.

Á námskeiðinu verður mataræði skoðað og mikilvægi margra ólíkra máltíða yfir daginn. Kennt verður að gera hollan og auðveldan mat og millimál ásamt því að tala um hversu mikið við eigum að borða í hvert sinn. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 20.500 kr.

Kennt er að útbúa hollan mat, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir og einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 25.600 kr.

Á námskeiðinu verða kenndar léttar upphitanir og teyjuæfingar. Skoðað verður hver er munurinn á mismunandi æfingum og leiðum til að komast í betra líkamlegt form. Skoðað hvernig hægt er að hreyfa sig á skemmtilegan hátt án líkamsræktarstöðva en einnig er tækjasalur og hóptímar heimsóttir. Markmiðið er að kynnast nýjum og spennandi leiðum til að auka hreyfinguna og bæta heilsuna. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.400 kr.

Markmið námskeiðsins er að fjalla um það hvað felst í fordómum og einelti. Rætt verður hvernig þetta birtist í samfélaginu og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa hluti. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.400 kr.

Á námskeiðinu búa þátttakendur til sína eigin bók. Þegar bókverk er hannað er notaður pappír sem er brotinn á ólíkan veg, klippt, límt og prentað. Sköpunargleðinni er mikil þegar bókverkið er hannað. Hægt er að nýta verkið til að safna fallegum myndum, sem afmælisgjöf, fjársjóðskort eða gera myndasögu um áhugamál sín.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir. 

Verð: 22.800 kr.

Grunnþættir kenndir í notkun á iPad. Þátttakendur koma með sinn iPad. Markmiðin geta verið mismunandi en það fer eftir áhugasviði hvers og eins. Áhersla er lögð á sjálfstæði. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.400 kr.

Námskeiðið er fyrir fólk sem langar að ná betri tökum á lestri og ritun. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám, nám í mismunandi aðstæðum, útikennsla og fleira. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu flokka fugla og fjallað um einkenni þeirra eins og til dæmis muninn á vaðfugi, mófugli og spörfugli. Fjallað verður um helstu fugla sem lifa á Íslandi og meðal annars skoðað hvernig þeir og ungar þeirra líta út, hvar þeir verpa og hvað þeir borða.  Rætt verður um fuglaskoðun og bent á góða hluti til að hafa í huga við fuglaskoðun. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Námskeiðið fjallar um þær breytingar sem verða á líkama okkar þegar við breytumst úr barni í fullorðin. Hvað gerist í líkamanum og hvaða áhrif hefur það á okkur? Hvernig tengjumst við öðru fólki, erum í sambandi eða eigum vini, félaga eða kannski bara kunningja. Allt þetta verður rætt og svo miklu meira. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals20 kennslustundir. 

Verð: 16.700 kr.

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér réttindi fatlaðs fólks og þar á meðal að kynna sér í hverju það felst að vera talsmaður fatlaðs fólks. Kynntur er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og félög sem starfa í tengslum við fatlað fólk. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Markmiðið með námskeiðinu er að efla þátttakendur í samskiptum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Námsefnið er sett fram á myndrænan hátt en einnig er notast við Tákn með tali. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Nemendur hanna og skapa mósaíkverk. Unnið er með litlar mislitar glerflísar sem raðað er saman eftir hugmyndum þátttakanda og þannig búið til listaverk. Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 15.400 kr.

Á námskeiðinu verður unnið með myndir í spjaldtölvum og að klippa saman myndefni. Kenndar verða undirstöður myndvinnslu þannig að myndir eru lagaðar til í forriti og svo myndir settar saman í myndband. Unnið verður í Imovie og myndvinnsluforriti. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 13.400 kr.

Á námskeiðinu vinna þátttakendur að því að búa til myndir. Áhersla er lögð á að ýta undir sköpunargleði og virkja ímyndunarafl þátttakenda. Kynntar eru mismunandi aðferðir og mismunandi efni til þess að vinna með. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir. kennslustundir.

Verð: 19.000 kr.

Notaðir eru rofar til að stjórna tölvu svo sem í tölvuleikjum, að velja tónlist og fleira. Unnið er markvisst að því að finna leiðir til að þátttakendur geti stjórnað einhverju í umhverfinu og þar með verið virkir. Áhersla er lögð á að hver og einn þátttakandi velji sér viðfangsefni tengt sínu áhugasviði. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir. kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Á námskeiðinu verður hlustað á skáldsögu í formi rafbókar og þurfa þátttakendur að hlusta heima á milli tímanna. Fjallað verður um persónur sögunnar, hvar hún gerist og tímann sem hún gerist á. Rætt er um áhrifin sem persónur og samfélagið hefur á atburði bókarinnar og hvað gerist í raun og veru.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 18.700 kr.

Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur þörf fyrir stuðning til virkni, tjáskipta og félagslegra tengsla. Markmiðin eru meðal annars að auka virkni og áhuga, að gera eitthvað skemmtilegt með öðrum og að þátttakendur nái slökun og vellíðan. Unnið er að miklu leyti með tónlist, umhverfisstjórnun, rofa og tölvu. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Þetta námskeið er ætlað fólki sem er að læra hjá einhverjum öðrum en Fræðslunetinu en hefur þörf á meiri aðstoð við námið sitt. Þeir sem þurfa stuðning í til dæmis ökuskóla eða bóklegu námi geta komið og fengið aðstoð.  Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 10.100 kr.

Stærðfræðiþjálfun þar sem áhersla er lögð á notkun í daglegu lífi þátttakenda. Notuð er fjölbreytt nálgun, rafrænt nám og nám í mismunandi aðstæðum. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Á námskeiðinu verða kennd grunn atriði íslenska táknmálsins.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 16.700 kr.

Nemendur þjálfast í að hanna og skapa textílverk. Notast verður við t.d. útsaum og prjón.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 25.600 kr.

Nemendur þjálfast í að hanna og skapa textílverk. Notast verður til dæmis við saumavélar og mögulega gert tauþrykk. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 25.600 kr.

Á námskeiðinu verða kenndar grunnstöður í yoga og æfingar sem styrkja líkamann. Farið verður í einfaldar öndunaræfingar og slökun í lok tíma.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti og er námskeiðið klukkutími í senn, samtals 15 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Leiðbeinandi leiðir slökun. Hljóðfæri eins og gong en notað til að skapa tónheilun sem veitir enn dýpri slökun. Þátttakendur liggja á dýnu, á kodda og með teppi. Líkami fer í hvíld og hugur í kyrrð.

Skapar jafnvægi í líkamanum

Bætir svefn

Losar um streitu

Kemur ró á huga

Kennt er einu sinni í viku í 40 mínútur hvert skipti. Námskeiðið er í 10 vikur, samtals 10 kennslustundir.

Verð: 13.000 kr.