Nú í haust hafa um 70 umsóknir borist og er það aukning frá því í fyrra. Námskeiðin verða í kringum 25 talsins og hafa 8 þeirra nú þegar hafist.

Þátttakendur hafa fengið bréf sent heim með nánari upplýsingum um sín námskeið.

 

Málfríður Erna Samúelsdóttir er nýr verkefnisstjóri og verður hún í tímabundinni afleysingu veturinn 2013 – 2014. Við bjóðum hana velkomna. Hægt er að hafa samband við Málfríði í síma 560-2030 eða senda tölvupóst á netfangið malfridur@fraedslunet.is.