Námskeið vorannar eru nú farin að birtast hér á vefnum og fleiri munu bætast við á næstu dögum.  Það verður heilmikið af nýjum námskeiðum í bland við hefðbundin námskeið, eins og tölvu- og tungumálanámskeið. Kynnið ykkur endilega framboðið með því að velja námskeið hér á síðunni. Það er nú þegar hægt að innrita sig á námskeiðin.