Námsvísir haustannar 2015 er kominn út og að þessu sinni með nýju sniði. Birtur er listi yfir öll námskeið og er honum skipt niður eftir kennslustöðum. Ekki fylgja námskeiðslýsingar með heldur kennslutími, verð, staðsetning og leng námskeiðs. Allar námskeiðslýsingar má svo sjá á vef Fræðlsunetsins með því að velja námskeiðshlekkinn. Við hvetjum fólk eindregið til að geyma vísinn og skoða hann aftur síðar. Best er þó að skrá sig á þau námskeið sem viðkomandi hyggst sækja, því við látum vita rétt áður en námskeiðin byrja. Það er hægt að skrá sig á námskeið beint í gegnum vefinn okkar, einnig með tölvupósti á netfangið: fraedslunet@fraedslunet.is og svo er hægt að hringja í Fjölheima í síma 560 2030.

namsvisir forsida vef