Námsvísir haustannar er kominn út í vefútgáfu. Hann er stútfullur af efni eins og venjulega. Mörg ný námskeið eru kynnt til sögunnar og einingabært nám af ýmsu tagi verður í boði á haustönn. Kynnið ykkur úrvalið. Það er þegar hægt að skrá sig á námskeið beint í gegnum vefsíðuna okkar og einnig með því að hringja í síma 560 2030 eða senda tölvupóst á fraedslunet@fraedslunet.is