INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í NOTENDARÁÐI?
Fræðslunetið auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Umsóknarfrestur í notendaráðið er til 6. mars og skal sækja um hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða beint hjá Lilju Össurardóttur, verkefnastjóra símenntunar fatlaðs fólks; liljaoss@fraedslunet.is
Í notendaráði verða 4-6 einstaklingar en fleiri gætu komist að á námskeiðin sem Fræðslunetið hefur skipulagt til undirbúnings setu í ráðinu. Námskeiðið hefst 13. mars og verður 13 skipti.
Það er þjónusturáð Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks sem ákvað að stofna notendaráð sem eingöngu er skipað fötluðu fólki. Starf notendaráðs er að gefa álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.