Ráðnir hafa verið tveir nýir verkefnastjórar til starfa hjá Fræðslunetinu.  Það eru þær Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Sædís Ösp Valdimarsdóttir.  Dýrfinna, sem hefur starfað sem kennari og hótelstjóri undanfarin misseri,  verður í 50% starfshlutfalli á starfstöðinni á Selfossi og tekur við af Ottó Val Ólafssyni sem lét af störfum um áramótin.  Sædís, sem er menntaður félagsráðgjafi,  verður í 100% starfi á Höfn í Hornafirði og tekur þar vð starfi Eyrúnar Unnar Guðmundsdóttur, sem lætur af störfum þann 5. febrúar næstkomandi.