INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Nýr fulltrúi FSu í stjórn fræðslunetsins Sigursveinn Már Sigurðsson.

Gylfi Þorkelsson sem setið hefur um árabil í stjórn Fræðslunetsins ákvað fyrir nokkru að láta af stjórnarsetu. Gylfi kom fyrst inn í stjórn 2002, sem fulltrúi SASS, og starfaði sem formaður stjórnar óslitið frá 2005. Frá 2010 hefur Gylfi svo setið sem fulltrúi FSu.
Nýr fulltrúi FSu í stjórn Fræðslunetsins er Sigursveinn Már Sigurðsson. Sigursveinn, sem er spænskukennari að upplagi, er með BA próf í spænsku frá HÍ, auk kennsluréttinda og með M.Ed.gráðu frá St. Francis Xavier University í Nova Scotia, Kanada. Sigursveinn hefur kennt spænsku í FSu síðan 2006 og einnig starfað sem sviðsstjóri tungumála, samfélagsgreina og lífsleikni frá haustönn 2014.