sandra smallSandra D. Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf hjá Fræðslunetinu sem verkefnastjóri. Sandra er menntaður kennari og með framhaldsnám í mannauðstjórnun og opinberri stjórnsýslu. Hún hefur starfað við kennslu hjá Fræðslunetinu en vann áður hjá Svæðisskrifstofu fatlaðra á Suðurlandi. Sandra er boðin velkominn til starfa fyrir Fræðslunetið.