Hjá Fræðslunetinu hófst kennsla á námsleiðinni Færni á vinnumarkaði í síðustu viku, sem er vottuð námskrá. Námið er ætlað fötluðu fólki í atvinnuleit og er skipulag þess unnið í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun. Námið er tvískipt; annars vegar bóklegt 70 klst. nám sem Fræðslunetið heldur utan um og hins vegar 110 klst. færniþjálfun á vinnustöðum sem er í höndum Vinnumálastofnunar og þeirra fyrirtækja sem nemarnir vinna hjá. Að loknu námi fá þátttakendur staðfestingu á hæfni sinni með Fagbréfi atvinnulífsins.

Markmið með námsleiðinni er að greiða leið fólks með skerta starfsgetu út á vinnumarkaðinn og gera þá sem þangað fara að sterkari starfsmönnum. Námið er kostað af Fræðslusjóði atvinnulífsins og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Færni á vinnumarkaði er ný námskrá sem varð til í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Símenntar, samtaka símenntunarmiðstöðva og Vinnumálastofnunar.

Færni á vinnumarkaði áSelfossi
Þátttakendur í Færni á vinnumarkaði ásamt kennara og verkefnastjóra.