INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
Áhugasamir nemar í Rangárþingi ytra mættu á opnunina.

Þann 29. ágúst sl., var  nýtt námsver á Hellu formlega opnað. Það er á jarðhæð í Miðjunni þar sem áður voru fundarsalir sveitarfélagsins.  Gengið er inn að norðanverðu. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins Rangárþings ytra, Háskólafélagsins og Fræðslunetsins.

Það var Rangárþing ytra sem hafði frumkvæði að því að stofna til þessarar samvinnu og koma á fót námsveri.  Sveitarfélagið leggur til húsnæðið og sér um rekstur þess en félögin tvö lögðu til húsbúnað. Aðstaðan er hin ákjósanlegasta með aðgangi að vel búinni kaffistofu. 

Góð mæting var við opnunina og góður rómur gerður að framtakinu og aðstöðunni.