Search
Close this search box.

nth-hvols2012

Frá vinstri, Maritza, Sigurður, Sveinbjörn, Elva Björk og Bjarki Már.

Það ríkti mikil gleði og ánægja hjá hópnum í Námi og þjálfun sem útskrifaðist þriðjudaginn 22. maí sl. á Hvolsvelli. Allir þátttakendur höfðu lagt mikið á sig til að ljúka náminu og það gerði þessi flotti fimm manna hópur með fullri vinnu. Að öðrum ólöstuðum er vert að vekja athygli á því að Bjarki Már Gunnarsson frá Vík lagði að baki alls 7400 km akstur til að komast í skólann á Hvolsvelli, og það í afar mismunandi veðri eins og þessi vetur sýndi okkur Frónarbúum. Námið hófst í janúar og var kennt fjögur kvöld í viku frá kl. 17-20.30. Öllum tókst að standast þau markmið sem þau höfðu sett sér og er vert að þakka nemendum og kennurum frábæra samvinnu. Skoða fleiri myndir frá útskriftinni.