Vert er að vekja athygli á því að Fræðslunetið veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Á Fræðslunetinu starfa þrír náms- og starfsráðgjafar, þær Sólveig R. Kristinsdóttir, Sandra D. Gunnarsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir. Starfsstöð þeirra er í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Hægt er að panta viðtalstíma eða áhugasviðsgreiningu í síma 560 2030 eða senda tölvupóst á solveig@fraedslunet.is, sandra@fraedslunet.is eða eydis@fraedslunet.is. Þjónustan er ókeypis fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar og er ætluð fullorðnu fólki, 20 ára og eldra.