Search
Close this search box.

fjolhe

Það hefur varla farið fram hjá Sunnlendingum að gamli Barnaskólinn á Selfossi sem síðar bar nafnið Sandvíkurskóli hefur fengið nýtt hlutverk. Í byrjun árs 2013 fluttu Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunetið og fleiri aðilar starfsemi sína í húsið eftir gagngerar endurbætur, í kjölfarið var haldin nafnasamkeppni um sameiginlegt nafn yfir starfsemina í húsinu og varð nafnið Fjölheimar fyrir valinu.
Það hefur ekki farið framhjá vegfarendum sem ekið hafa um Tryggvagötu hvort sem er að morgni eða kvöldi að fjöldi fólks leggur leið sína í húsið en færri vita kannski hvað fer fram innandyra.

Til að kynna það fyrir samfélaginu verður opið hús í Fjölheimum á morgun frá kl. 14-17, en þar munu þeir fjölmörgu aðilar sem í húsinu starfa kynna starfsemi sína. Við sem í húsinu störfum vonumst til að sem flestir gefi sé tíma til að koma við, skoða húsakynnin, kynna sér starfsemina og hlusta á nokkra örfyrirlestra og tónlistaratriði sem starfsmenn í húsinu bjóða uppá.
Dagskrá:
Kl. 14:00 – Húsið opnar og mun Birtu fólk bjóða uppá heilnæmar kökur og kaffi
Kl: 14:10 – Bjarni Ásbjörnsson verður með örfyrirlesturinn „Skarpur með skeið í hendi: umræða um gagnrýna og skapandi hugsun“
Kl. 14:40 – Margrét Hrönn Hallmundsdóttir verður með örfyrirlestur um Fornleifarannsóknir í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Kl. 15:10 – Tómas Grétar Gunnarsson verður með örfyrirlesturinn „Vorboðinn ljúfi: farfuglar Íslands“
Kl. 17:00 – Davíð Samúelsson mun flytja nokkur vel valin lög.
Námskynning verður í gangi frá kl.14:00 – 17:00 þar sem náms- og fjarnámsmöguleikar Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands verða kynntir sem og aðstaða námsmanna í Fjölheimum. Kl.15:00 mun Háskólinn á Akureyri vera með sérstaka kynningu á sínum námsleiðum í gegnum fjarfundabúnað á staðnum.
Verið velkomin í Fjölheima