INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Föstudaginn 1. nóvember nk. munu Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands opna nýtt náms- og kennsluver í Kirkjubæjarstofu í Skaftárhreppi með formlegum hætti. Opnunin fer fram um sömu helgi og Uppskeruhátíð Skaftárhrepps sem er hluti af Safnahelgi á Suðurlandi. Opnunin hefst kl. 14:00 og er gert ráð fyrir því að hún standi til kl. 16:00. Á opnuninni munu fulltrúar frá Fræðslunetinu og Háskólafélaginu flytja stutt ávörp og kynna starfsemi félaganna og hina nýju aðstöðu í Skaftárhreppi. Veitingar verða í boði Kirkjubæjarstofu og eru allir velkomir. 

Vafrakökur | Cookies

Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.