INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Sólveig R. Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafi er verkefnastjóri raunfærnimats í atvinnulífinu, solveig@fraedslunet.is | sími: 560 2030

Sýnileiki og formleg staðfesting á hæfni skiptir máli fyrir alla, einstaklinga og atvinnurekendur.

Í raunfærnimati á móti starfi er hæfni starfsmanns metin á móti hæfniviðmiðum tiltekins starfs. Hæfniviðmiðin byggjast á hæfnigreiningu sem er unnin samkvæmt vel skilgreindri aðferðafræði þróaðri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA).

Með því að meta með formlegum hætti þá færni sem starfsmaður hefur aflað sér í starfi, verður hæfnin sýnileg. Ef starfsmaður uppfyllir allar hæfnikröfur starfsins fær hann staðfestingu á hæfni sinni með fagbréfi.

Framkvæmd matsferlisins er í höndum aðila (fræðsluaðila eða fyrirtækja) sem hafa staðfesta þekkingu á aðferðafræði og uppfylla kröfur um gæði framkvæmdar. 

Sjá nánar hjá: https://frae.is/raunfaernimat/raunfaernimat-i-atvinnulifinu-fagbref/

Efnið er sótt af vef FA 21.02.2023

Raunfærnimat í atvinnulífinu