Útskrift úr raunfærnimati í hestamennsku fór fram í fyrsta skipti þann 26. janúar s.l. hjá Fræðslunetinu – símenntun á Suðurlandi. Það voru 17 einstaklingar sem tóku þátt í verkefninu og notuð voru viðmið hestabrautar Fjölbrautaskóla Suðurlands. Raunfærnimat snýst um að meta reynslu og þekkingu sem fengin er á vinnumarkaði til móts við kröfur skólakerfis í viðkomandi grein. Til mats voru 40 einingar og fengu þátttakendur mismikið metið allt eftir reynslu og getu. Segja má að verkefnið, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, hafi gengið vonum framar og þátttakendur almennt ánægðir með útkomuna.