Sædís Ösp kvödd á útskriftardeginum á Höfn.

Sædís Ösp kvödd á útskriftardeginum á Höfn.

Sædís Ösp Valdemarsdóttir verkefnastjóri á Höfn í Hornafirði hefur nú látið af störfum hjá Fræðslunetinu, en hún hefur starfað hjá okkur í nokkur ár. Við starfi hennar tekur Róslín Valdemarsdóttir, sem hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu um tíma í hlutastarfi. Eyjólfur framkvæmdastjóri Fræðslunetsins þakkaði Sædísi vel unnin störf þegar hún var kvödd á skólaslitunum í byrjun mánaðar. Sædís hverfur nú til starfa í fyrirtæki þeirra hjóna.