Vísindastyrkur Suðurlands afhentur 

Vísindastyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands var afhentur við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 13. janúar sl. Að þessu sinni urðu tvö verkefni fyrir valinu til að hljóta styrkinn. Það voru þeir Sæmundur Sveinsson sem vinnur að doktorsverkefni um erfðafræði baunagrass á Íslandi og nýtingu þess til landgræðslu annars vegar og hins vegar Sigurður Unnar Sigurðsson  sem einnig er að vinna doktorsverkefni og fjallar það um nærsviðsáhrif jarðskjálfta. Hvor um sig hlaut 500.000 kr. í styrk.  Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti styrkina. Við sama tækifæri voru menntaverðlaun Suðurlands afhent, en þau hlaut Fjölbrautaskóli Suðurlands að þessu sinni.