INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
Saga Fræðslunetsins

Fyrir tuttugu árum; þann 28. ágúst 1999 gerðist sá merki atburður að Fræðslunetið var stofnað af félagsamtökum, fyrirtækjum stéttarfélögum og sveitarfélögum á Suðurlandi. Með því eignuðst Sunnlendingar formlegan fræðsluaðila sem ætlaður var til þess að styrkja einstaklinga á svæðinu til frerkari starfsþróunar og menntunar.
Þótt tuttugu ár sé ekki hár aldur er þó vert að gefa gaum að þessu framfaraskrefi sem Sunnlendingar stigu í ágúst 1999. Í því ljósi var ákveðið að taka saman sögu Fræðslunetsins þessi ár sem liðin eru annarsvegar til þess að sem flestir gætu kynnt sér hvernig þessi starfsemi hefur þróast og þjónað Sunnlendingum og hinsvegar til þess að varðveita með formlegum hætti þessa sögu fullorðinsfræðslunnar í fjórðunginum.
Til verksins var fenginn Ásmundur Sverrir Pálsson kennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fræðslunetsins til margra ára. Ásmundur hóf verk sitt 2018 og dróg saman af nákvæmni og elju fjöldan allan af upplýsingum og skjölum til verksins. Í framhaldinu spann hann þetta allt saman þannig að til varð samfelldur texti, sem síðar var myndskreyttur með gömlum sem nýlegum myndum úr starfseminni. Að lokum sá fyrirtækið Kommastrik um umbrot á handritinu, sem endaði í um 40 blaðsíðum.
Strax í upphafi vinnunnar var ákveðið að ekki yrði útbúin „bók“, heldur var áherslan á sögulega samantekt í rafrænum búningi, sem yrði öllum frí til aflestrar. Með slíku fyrirkomulagi gætu fleiri nálgast söguna og fræðst um Fræðslunetið. Handritið verður að finna á vefsvæði Fræðslunetsins www.fraedslunet.is frá og með 26.nóvember og er fólki frjálst að vista það hjá sér og deila til annarra.
Framtíðin verður ekki rýnd né skrifuð líkt og sagan sem að baki er. En saga Fræðslunetsins þau tuttugu ár sem eru liðin, er eigendum og starfsfólki þess hvattning til áframhaldandi góðra starfa. Í því ljósi er sannarlega mikilvægt að Sunnlendingar eiga sér þessa sögu ritaða. Og sé sá stutti spölur, sem sýnilegur er, af löngum og duldum vegi framtíðarinnar skoðaður, þá blasir við að hann er bjartur og hlaðinn viðfangsefnum.

Eyjólfur Sturlaugsson,
framkvæmdastjóri Fræðslunetsins símenntunar á Suðurlandi