Search
Close this search box.
Saga Ragnheiðar og Daða
Einstakt námskeið verður haldið  í Skálholti í apríl 2016
Á námskeiðinu, sem er samstarfsverkefni Skálholtsstaðar og Fræðslunetsins, verður fjallað um hina dramatísku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða Halldórssonar og svið sögunnar í Skálholti og nærsveitum. Þá verður fluttur skáldskapur, sögur, ljóð og tónlist sem er innblásin af þessari harmrænu ástarsögu.
Efnisþættir: Valdakerfi 17. aldar, Stóridómur og réttarfar, Maríuvers eftir Brynjólf biskup og Daða Halldórsson, Ragnheiður og Daði í bókmenntum, Óperan Ragnheiður, Ragnheiður þessa heims og annars, miðilsbækur, minnismerki og fleira.
Námskeiðið verður föstudaginn 15. apríl kl. 19-22 og laugardaginn 16. apríl kl. 10-12.30. Hægt verður að kaupa gistingu, kvöldverð og morgunverð á staðnum.
Lesa nánar og fara á skráningarsíðu.