INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Sendiherrar sameinuðu þjóðanna bjóða fram krafta sína! Frá árinu 2011 hefur Fjölmennt- símenntunar- og þekkingarmiðstöð annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Verkefnið var í upphafi jafningjafræðsla sem miðaði að því að fræða fólk með þroskahömlun um ákvæði samningsins. Sendiherrarnir hafa kynnt samninginn í framhaldsskólum, búsetuþjónstu, á vinnustöðum fyrir fatlað fólk, og víðar. Nú bjóða sendiherrarnir, í samvinnu við velferðarráðuneytið og Fjölmennt, upp á fræðslu fyrir alla sem vilja kynna sér samninginn.

Sl. fimmtudag fékk Fræðslunet Suðurlands í Sandvíkursetri heimsókn frá Sendiherrum. Við þökkum þeim fyrir gott erindi og fræðslu um réttindi fatlaðs fólks.