INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Námskeið fyrir fyrirtæki

Námskeið fyrir félagasamtök og einstaklinga

Í kjölfar greiningar á fræðsluþörfum fyrirtækja eru skipulögð námskeið eftir óskum þeirra. Fræðslunetið skipuleggur og annast þá allt utanumhald og útvegar bæði kennara og húsnæði sé þess óskað og gerir einnig verðtilboð í námskeiðin. 

Fræðslunetið heldur einnig námskeið fyrir fyrirtæki sé þess óskað þó greining fræðsluþarfa hafi ekki farið fram. Sem dæmi um slík námskeið má nefna íslenskunámskeið fyrir útlendinga sem þá eru haldin inní fyrirtækjunum á vinnutíma. 

Mörg félagasamtök og einstaklingar hafa oft samband við Fræðslunetið og óska eftir tilteknum námskeiðum. Ætíð er reynt að verða við óskum sé þess kostur en námskeiðin þurfa að standa undir sér fjárhagslega. Sem dæmi um námskeið af þessu tagi eru tungumálanámskeið, ljósmyndanámskeið, matreiðslunámskeið o.fl. Fræðslunetið skipuleggur einnig námskeið fyrir verkalýðsfélög, t.d. um starfslok, lestur launaseðla o.fl.