Sjálfstyrking og valdefling

Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem í boði eru í þessu flokki. Smelltu á myndina til að skrá þig á námskeið. Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.

Heilbrigðari lífsstíll

Á námskeiðinu verður farið í mataræði og hvernig hægt er að hugsa jákvætt um matinn sem við borðum. Skoðað er af hverju sumt er hollara en annað og af hverju við þurfum að hugsa um hvað við borðum og hversu mikið við borðum. Einnig verður rætt um hreyfingu, hvernig hreyfing er góð og hvað þarf að varast. Heimsóttar verða líkamsræktastöðvar þar sem hægt er að stunda æfingar en einnig verða kynntar léttar æfingar í sal í húsi Fjölheima. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 17.000 kr.

Fjármálafærni

Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda til að taka ábyrgð á eigin fjármálum, eiga fjárhagsleg samskipti, skipuleggja fjármálin sín og auka skilning á gildi peninga. Notaðar eru atferlisæfingar þar sem þátttakendur æfa sig í aðstæðum sem gætu verið raunverulegar. Fjallað verður um peninga, hvað hlutirnir kosta og hvað við þurfum að gera til að eiga fyrir því sem við viljum kaupa. Þátttakendur vinna verkefni og kenndar eru aðferðir til að láta peninginn duga út allan mánuðinn og hvernig er hægt að spara fyrir draumunum.

Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 9 kennslustundir.

Verð: 7.700 kr.

Hvað eru fordómar og einelti?

Markmið námskeiðsins er að fjalla um það hvað felst í fordómum og einelti. Rætt verður hvernig þetta birtist í samfélaginu og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa hluti. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 12.200 kr.

Lærðu um réttindi þín

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér réttindi fatlaðs fólks og þar á meðal að kynna sér í hverju það felst að vera talsmaður fatlaðs fólks. Kynntur er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og félög sem starfa í tengslum við fatlað fólk. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Mál, tjáning og sjálfsmynd

Markmiðið með námskeiðinu er að efla þátttakendur í samskiptum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Námsefnið er sett fram á myndrænan hátt en einnig er notast við Tákn með tali. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Rofar og umhverfisstjórnun

Notaðir eru rofar til að stjórna tölvu svo sem í tölvuleikjum, að velja tónlist og fleira. Unnið er markvisst að því að finna leiðir til að þátttakendur geti stjórnað einhverju í umhverfinu og þar með verið virkir. Áhersla er lögð á að hver og einn þátttakandi velji sér viðfangsefni tengt sínu áhugasviði. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Skynjun, virkni og vellíðan með tónlist

Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur þörf fyrir stuðning til virkni, tjáskipta og félagslegra tengsla. Markmiðin eru meðal annars að auka virkni og áhuga, að gera eitthvað skemmtilegt með öðrum og að þátttakendur nái slökun og vellíðan. Unnið er að miklu leyti með tónlist, umhverfisstjórnun, rofa og tölvu. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Stuðningur við nám sem stundað er í samfélaginu

Þetta námskeið er ætlað fólki sem er að læra hjá einhverjum öðrum en Fræðslunetinu en hefur þörf á meiri aðstoð við námið sitt. Þeir sem þurfa stuðning í til dæmis ökuskóla eða bóklegu námi geta komið og fengið aðstoð.  Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 12 kennslustundir.

Verð: 9.100 kr.

Vinnumarkaðurinn og draumastarfið

Þátttakendur fræðast um vinnumarkaðinn, skoða sýna eigin drauma hvað varðar störf á vinnumarkaði og gera ferilskrá. Einnig verður farið í starfslýsingar og verkferla og er námskeiðið að hluta til verklegt. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.300 kr.