Search
Close this search box.

Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skáftárhrepps og Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins undirrita samninginn.

Sveitarfélagið Skaftárhreppur hefur samið við starfsmennastjóðinn Sveitamennt um að gerð verði þarfagreining á fræðsluþörfum meðal alls ófagmenntas starfsfólks hjá sveitarfélaginu.   Markmið sveitarfélagsins með vinnunni er að koma símenntun og starfsþórun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu.

Um er að ræða sérstakt verkefni sem kallast „Fræðslustjóri að láni“ og hefur staðið stofnunum og fyrirtækjum til boða af hálfu starfsmenntasjóða um nokkurra ára skeið.   Verkefnið fellst í því að utanaðkomandi ráðgjafi gerir þarfagreiningu á fræðsluþörfum meðal starfsmanna og skilar, að greiningu lokinni, til stjórenda fræðsluáætlun til eins árs.  Starfsmönnum býðst einnig viðtöl við náms- og starfsráðgjafa. 

Starfsmenntasjóðurinn Sveitamennt greiðir allan kostnað við verkefnið og hefur ráðið Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi til að sjá um þarfagreininguna og ráðgjöfina.  Verkefnið hófst formlega þann 15. mars síðastliðinn með undirritun samnings og áætlað er að því ljúki 1. júní næstkomandi.